Fáðu starfsreynslu þína metna

19. 03, 2018

Efling stéttarfélag vekur athygli félagsmanna sinna sem starfa í leikskólum, grunnskólum og við umönnun að nú er að hefjast raunfærnimat fyrir þessi störf hjá Mími.  Með raunfærnimati fær starfsmaður staðfestingu á þeirri færni sem hann hefur öðlast í starfi og er hún metin til styttingar á námi og/eða til að bæta við sig einingum á framhaldsskólastigi.Til að taka þátt í raunfærnimatinu þarf viðkomandi að vera orðinn 23ja ára og hafa starfað  í ca.  3 ár (þarf þó ekki að vera samfellt).  Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu.  Að mati loknu hafa  þátttakendur tækifæri til að ljúka námsáföngum sem upp á vantar til að ljúka námi á braut eða brú og/eða vinna með náms- og starfsráðgjafa í því að skoða hver væru góð næstu skref fyrir viðkomandi í námi eða starfi.Metið er á móti námi á: félagsliðabraut, leikskólaliðabraut, félags – og tómstundabraut og stuðningsfulltrúabraut (grunnskóli). Nánari upplýsingar um námsbrautirnar má finna á www.mimir.is og www.bhs.isÁhugasamir félagsmenn geta haft samband við Mími í s. 580 1800.