Hvernig á að mæta nýjum áskorunum á vinnumarkaði?

14. 03, 2018

[et_pb_section bb_built=“1″ admin_label=“section“ custom_padding=“0px|0px|54px|0px“][et_pb_row admin_label=“row“ custom_padding=“1px|0px|27px|0px“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text admin_label=“Text“ background_layout=“light“ text_orientation=“left“ use_border_color=“off“ border_color=“#ffffff“ border_style=“solid“]

Ingibjörg Hanna Björnsdóttir og Helga Lind Hjartardóttir, náms- og starfsráðgjafar hjá Mími

– eftir Helgu Lind Hjartardóttur og Ingibjörgu Hönnu Björnsdóttur hjá Mími 

Vinnumarkaðurinn í dag stendur frammi fyrir nýjum áskorunum og því þarf að hugsa til framtíðar. Það er talað um að fjórða iðnbyltingin sé hafin með breyttu starfsumhverfi sem hefur meðal annars þýtt fækkun starfa og auknar kröfur um tækniþekkingu. Eitt af hlutverki náms- og starfsráðgjafa er að hjálpa fólki að takast á við þessar nýju áskoranir.Að stefna að vellíðan og velgengniÞað að stefna í átt að vellíðan og velgengni snýr oftar en ekki að tækifærum varðandinám og störf. Oft eru þau tækifæri ekki mjög sýnileg og fólk getur vantað upplýsingar um möguleika og veit jafnvel ekki hvað það hefur fram að færa. Þar komum við til aðstoðar.Mikilvægt að taka ábyrgðMikilvægt er að einstaklingar kortleggi þá færni sem telst eftirsóknarverð á 21. öldinni og vinni með hana. Náms- og starfsráðgjafar hafa á reiðum höndum verkfæri sem byggja brú yfir í framtíðina. Við getum veitt innsýn inn í atvinnulífið og tækifærin sem þar felast. Eitt af mikilvægustu skrefunum fyrir fólk er að taka ábyrgð á eigin starfsferli og starfsþróun.Færniskráning er mikilvægt fyrsta skrefÍ færniskráningu felst meðal annars að viðkomandi sest niður með ráðgjafa þar sem farið er yfir það sem hann hefur gert í gegnum tíðina. Færni einstaklings snýst ekki eingöngu um launað starf eða formlegt nám heldur er færni áunnin til dæmis í sjálfboðavinnu, félagsstörfum, tómstundanámskeiðum, vinnutengdum námskeiðum og hvers konar lífsreynslu sem fólk hefur- allt skiptir máli. Við kortleggjum þessa reynslu með fólki og gerum styrkleikana sýnilegri, byggjum á þeim og heimfærum yfir á önnur tækifæri á vinnumarkaði eða til eflingar í núverandi starfi. Fyrir þá sem eru að leita að nýjum tækifærum væri næsta skref gerð ferilskrár en góð ferilskrá getur skipt sköpum í til að mynda atvinnuleit eða með umsókn um nám.Sjálfsþekking skiptir miklu máliKortlagning færni og reynslu er ekki síður mikilvægur undirbúningur þegar farið er í atvinnuviðtal því það miðast að því að geta komið þessum þáttum vel frá sér. Með því að styrkja sjálfan sig og bæta sjálfsþekkingunaeykst trúin á eigin getu. Þá verður auðveldara að segja upphátt og af sannfæringu: ég hef mikla reynslu af…….. ég ætti að fá starfið vegna þess að…..Þarf að líta til annars konar færniÞegar við aðstoðum fólk við að leita að nýjum tækifærum eða takast á við breytingar á náms- og starfsferli sínum erum við meðvitaðar um að efla þá færniþætti sem horft er til á 21. öldinni. Nánast allt sem við lesum og leitum okkur upplýsinga um varðandi vinnumarkað framtíðarinnar kemur alltaf fram mikilvægi hinna mjúku færniþátta (soft skills). Þar á meðal er samskipti og samvinna, sjálfsþekking, sveigjanleiki, aðlögunarhæfni og gagnrýnin hugsun.Einnig er talið að sköpunargleði og frumkvæði muni skipta mjög miklu máli ásamt því að hugsa lausnamiðað. Upplýsingalæsi og tæknifærni er að sama skapi mikilvægt til að takast á við verkefni í ýmsum störfum í dagog nýjum störfum í framtíðinni. Við þurfum að læra að nota tæknina og snjallheiminn til góðra verka. Þetta er að okkar mati eitt það mikilvægasta af þessu öllu saman og þarna þarf atvinnulífið ásamt þeim sem eru aðskapa menntunartækifæri að vinna saman og skapa vettvang fyrir fólk til að efla sig í starfi eða til nýrra starfa.Af hverju erum við að leggja svona mikla áherslu á að skoða inn í framtíðina? Jú, því hún kallar á það að einstaklingar geti nýtt styrkleika sína í umhverfi sem breytist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Því styrkari fótum sem hver og einn stendur því betur er hann í stakk búinn að takast á við hið óþekkta.Hvernig getum við hjálpað?Náms- og starfsráðgjafar Mímis veittu lesendum Fréttablaðs Eflingar góð ráð í 2.tbl. 2018 um hvernig fólk geti mætt nýjum áskorunum á vinnumarkaði. [/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]