Efling fordæmir ólögmætar aðgerðir Hvals hf. gagnvart starfsmönnum

25. 06, 2018

[et_pb_section admin_label=“section“] [et_pb_row admin_label=“row“] [et_pb_column type=“4_4″] [et_pb_text admin_label=“Text“] Efling – stéttarfélag hefur fengið upplýsingar um að Hvalur hf. geri það að skilyrði fyrir vinnu á hvalvertíð 2018 að starfsmenn standi utan Verkalýðsfélags Akraness. Með þessu brýtur Hvalur hf. gegn skýrum réttindum starfsmanna sinna. Félagafrelsi starfsmanna Hvals hf. er verndað af stjórnarskrá Íslands og lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.Verkalýðsfélag Akraness vann nýlega mál fyrir Hæstarétti þar sem Hvalur hf. var dæmdur til að greiða starfsmanni 512 þúsund krónur vegna brota á kjarasamningi. Ótækt er að atvinnurekendur bregðist við því þegar verkalýðsfélög vinna sigra í kjaramálum félagsmanna með því að þrýsta á þá að ganga úr viðkomandi félagi.

Efling tekur undir yfirlýsingu ASÍ dagsett 22. júní, sjá hér og fordæmir þetta framferði Hvals hf. gagnvart starfsmönnum sínum. Efling kallar eftir því að niðurstöður dóma séu virtar sem og atvinnurekendur hafi ekki óeðlileg afskipti af félagsaðild starfsfólks.– Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar

[/et_pb_text] [/et_pb_column] [/et_pb_row] [/et_pb_section]