Hækkun á framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð 1. júlí

11. 07, 2018

Efling vekur athygli þeirra sem greiða í lífeyrissjóð á að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkaði um 1,5 prósentustig þann 1. júlí, úr 10% í 11,5%. Samið var um hækkunina í kjarasamningi milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins 21. janúar 2016.Hækkunin nær til þeirra launþega sem fengu 8% mótframlag þegar skrifað var undir umræddan samning. Breytingin hefur engin önnur áhrif gagnvart launagreiðendum nema að því leyti að iðgjaldið hækkar. Nánari upplýsingar má finna í frétt á vef lífeyrissjóðsins Gildi.