Sara S. Öldudóttir ráðin til starfa sem sérfræðingur

27. 07, 2018

Sara Öldudóttir (t.h.) hefur verið ráðin til starfa sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Sara S. Öldudóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Eflingu – stéttarfélagi sem sérfræðingur í vinnumarkaðs- og kjaramálum. Meðal verkefna hennar eru greiningar- og rannsóknarvinna sem snertir kjaramál félagsmanna Eflingar og þróun íslensks vinnumarkaðar.Sara hefur öflugan bakgrunn á sviði félagsvísinda, en hún er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í stjórnmálum alþjóðahagkerfisins (international political economy) frá London School of Economics. Auk þess lagði hún stund á doktorsnám í félagsfræði við Háskóla Íslands þar sem hún rannsakaði tengsl viðhorfa almennings til umhverfismála og hnattrænnar misskiptingar.Sara hefur brennandi áhuga á verkalýðsmálum en lokaverkefni hennar í mastersnámi fjallaði um alþjóðlegt flæði vinnuafls. Hún var áður formaður Hagstundar, hagsmunafélags stundakennara á háskólastigi.Efling býður Söru hjartanlega velkomna til starfa. Ráðning hennar er liður í styrkingu sjálfstæðrar rannsóknar- og stefnumótunarvinnu innan Eflingar – stéttarfélags. Sara hefur störf þann 20. ágúst og verður í fullu starfi.