Vegna umræðu um verkefnið Fólkið í Eflingu

12. 10, 2018

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um verkefnið „Fólkið í Eflingu“ skal eftirfarandi árréttað: Þann 20. júní 2018 bar formaður Eflingar undir stjórn félagsins erindi um að samþykkja tilboð frá Öldu Lóu Leifsdóttur (Nýr kafli ehf.) um framkvæmd verkefnisins „Fólkið í Eflingu.“ Tilboðið innifal verklýsingu og kostnaðaráætlun upp á 4.000.000 krónur fyrir 100 ljósmyndir ásamt frágengnum og prófarkarlesnum texta. Kaup á verkefninu voru samþykkt af stjórn í gegnum tölvupóst strax í kjölfarið og var sú ákvörðun færð til bókar á fyrsta fundi stjórnar að afloknu sumarfríi, 23. ágúst 2018. Eflingu hafa borist þrír reikningar vegna verkefnisins, samtals að upphæð 3.174.400 krónur, og hafa þeir allir verið samþykktir og greiddir með venjubundnum hætti. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við afgreiðslu þessara reikninga á skrifstofum Eflingar. Birting mynda og texta undir hatti verkefnisins fer fram á Facebook síðunni „Fólkið í Eflingu“ og er öllum sýnileg. Birst hafa 64 af 100 myndum/textum.