Sólveig Anna: Nokkur orð um leikreglur

25. 01, 2019

„Ef maður snapar sér yfir­vinnu er upp­bótin tekin í skatt. Jóla­upp­bót og orlofs­upp­bót, allt er tekið í skatt. Þetta er eins og synda í tjöru.“

Sig­ur­gyða, lág­launa­kona og með­limur í Efl­ingu.

Fyrir nokkrum dögum síðan spjall­aði ég við konu, félags­mann Efl­ing­ar, eina af fjöl­mörgum sem til­neyddar vinna undir þeirri kven­fjand­sam­legu lág­launa­stefnu sem fengið hefur að dafna meira og minna óáreitt á íslenskum vinnu­mark­aði. Þessi kona er með sýk­ingu í öðru eyr­anu en sökum þess að henni er gert að kom­ast af á launum sem allt heið­ar­legt fólk veit að duga ekki til eins né neins og vegna þess að hún er frá­skilin tveggja barna móðir sem þarf að reka heim­ili getur hún ekki leyst út lyfin sem hún þarf að nota fyrr en um mán­að­ar­mót­in. Þessi kona hefur árum saman staðið sína plikt sem vinnu­afl, sem „hags­muna­að­ili“ á íslenskum vinnu­mark­aði. Svona er staðan engu að síður í hennar lífi. Ég held að það sé óhætt að segja að hags­munir hennar hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir hags­munum hinna hags­muna­að­il­anna á vinnu­mark­aðn­um.

Konur um víða ver­öld rísa nú upp og krefj­ast þess að lang­anir þeirra og þarfir verði ekki áfram afgangs­stærðir þegar kemur að því að skipu­leggja mann­lega til­veru, að þær fái pláss til að ákveða hvernig líf þær vilja. Lág­launa­konur á Íslandi eru í nákvæm­lega þess­ari bar­áttu: Okkur hefur verið gert að spila eftir leik­reglum sem við komum ekki nálægt að semja og hin óum­flýj­an­lega nið­ur­staða þeirrar til­hög­unar er sú að leik­regl­urnar henta okkur alls ekki vel. Þvert á móti; þær henta okkur afskap­lega illa. Það hentar okkur illa að þurfa að vinna langa daga í krefj­andi störfum til þess eins að eiga kannski (og kannski ekki) nóg fyrir nauð­synj­um. Það hentar okkur illa að eng­inn hafi axlað þá ábyrgð að gæta þess að við höfum aðgang að góðu hús­næði á eðli­legu verði. Það hentar okkur illa að skatt­byrði hafi verið aukin á þau sem minnst hafa á milli hand­anna. Það hentar okkur illa að við sjálfar höfum ekk­ert um verð­lagn­ing­una á vinnu okkar að segja; af því leiðir að við erum verð­lagðar eins og hvert annað drasl. Við erum neðstar í hinu efna­hags­lega stig­veldi.

Við eigum því ekki ann­arra kosta völ en að hafna leik­regl­un­um; ef að við sam­þykkjum óbreytt ástand erum við að sam­þykkja að okkur sé ekki ætlað annað hlut­skipti en að vera ódýrt vinnu­afl. Og það kemur ekki til greina.

Við verka- og lág­launa­konur eigum skilið hærri laun. Við eigum skilið skatt­kerfi sem gerir líf okkar betra og auð­veld­ara. Við eigum skilið að fá að hefja veg­ferð okkar í átt að því frelsi sem okkur hefur kerf­is­bundið verið neitað um. Fyrir þessu ætlum við að berj­ast.

Þau sem taka afstöðu gegn kröfu verka og lág­launa­fólks um að lág­marks­laun verði 425.000 krónur á þremur árum eru í raun að krefj­ast þess að lág­launa­konur haldi áfram að færa fórn­ir, að við höldum áfram að selja tíma okkar og líf ódýrt, að við höldum áfram að vera ófrjáls­ar. Til þess hafa þau nákvæm­lega engan rétt.

Það er ein­fald­lega komið að skulda­dög­um; við ætlum okkur að fá það sem við eigum inni.

Hinn sanni mæli­kvarði á sam­fé­lag er geta þeirra sem að það byggja til að sýna mann­gæsku og sam­hygð. Þegar við gefum þau gildi upp á bát­inn og látum sem frama­girni og auð­söfn­un, yfir­ráð og valda­græðgi, arð­rán og mis­skipt­ing séu betri, í raun hin réttu gildi erum við í vondum mál­um. Þegar við látum eins og það sé sjálf­sagt mál að konur vinni langa og erf­iða daga en geti samt aldrei látið sig dreyma um efna­hags­legt öryggi, geti ekki látið enda ná sam­an, geti ekki leyst út lyf, þurfi að sætta sig til­veru sem er eins og synda í tjöru höfum við gengið til liðs við órétt­læt­ið. Því það er aug­ljóst að það er ein­fald­lega órétt­látt að ætl­ast til þess að við sem vinnum á útsölu­mark­aði íslensks atvinnu­lífs sam­þykkjum mögl­un­ar­laust að okkar yfir­gengi­lega lágu laun séu lyk­il­inn að stöð­ug­leika á Íslandi.

Við getum ekki sam­þykkt að áfram­hald­andi kúgun á okkur sé eina nið­ur­staðan í leikn­um. Ef að leik­regl­urnar eru svo gall­aðar eigum við ein­fald­lega ekki ann­ara kosta völ; við verðum að breyta leikn­um, regl­unum og nið­ur­stöð­unni. Og það ætlum við, verka- og lág­launa­kon­ur, að gera.

Sólveig Anna Jónsdóttir
formaður Eflingar-stéttarfélags