Konur taka af skarið!

Konur taka af skarið er námskeið sem AkureyrarAkademían, Jafnréttisstofa, Starfsgreinasambandið og JCI Sproti standa fyrir. Markmiðið er að hvetja konur til þátttöku og áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar.

Laugardaginn 16. febrúar, kl. 10.00 – 16.00 í húsakynnum Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagar í Starfsgreinasambandi Íslands eða í starfsmannafélögum sveitafélaganna og þeim að kostnaðarlausu.

Dagskrá:

  • Að bjóða kynjakerfinu birginn – Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu
  • Staða verkalýðsbaráttunnar í dag – Drífa Snædal, forseti ASÍ
  • Uppbygging verkalýðsfélaganna – Drífa Snædal, forseti ASÍ
  • Leiðtogaþjálfun – Viktor Ómarsson, JCI Sproti
  • Að hafa áhrif og koma sínu á framfæri – Viktor Ómarsson, JCI Sproti
  • Að starfa í verkalýðshreyfingunni – Drífa Snædal, forseti ASÍ

Skráning skal berast í síðasta lagi fimmtudaginn 14. febrúar á netfangið kristinheba@akak.is eða í síma 461 4006. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.