Námskeið framundan

11. 02, 2019

Stjórnun á slysavettvangi

Námskeiðið er í umsjón Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Kennt: Laugardaginn 16. febrúar kl. 10:00-13:00

Skráningarfrestur til og með 13. febrúar.

Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Sætúni /Guðrúnar­túni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í s. 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Lýsing: Námskeiðið er öllum opið en hentar vel atvinnubílstjórum.Farið verður yfir atriði sem skipta máli þegar kemur að stjórnun á slysavettvangi. Hvað þarf að hafa í huga til að tryggja rétt vinnubrögð, hvernig fáum við yfirsýn, hvernig komum við upplýsingunum frá okkur til þar til gerðra aðila. Farið verður bæði yfir minni sem og stærri slys ásamt þeim ferlum sem fara í gang í stærri aðgerðum. Þá er einnig farið yfir hvernig skuli standa að því að óska eftir og svo taka á móti þyrlu þegar þess þarf.  Leiðbeinendur og nemendur miðla af reynslu sinni. Námskeiðið er haldið af Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er 3 klukkustundir að lengd.

Að fá athygli – skapandi skrif

Kennt: Þri. 19. mars, fim. 21. mars og þri. 26. mars

frá kl. 18:00-21:00

Skráningafrestur til og með 13. mars.

Kennsla fer fram hjá Eflingu-stéttarfélagi, Sætúni /Guðrúnar­túni 1, 4. hæð.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í s. 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Leiðbeinandi: Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistakennari

Lýsing: Viltu koma þekkingu þinni og viðhorfum á framfæri í rituðu máli. Námskeiðið er í formi fyrirlestra en snýst þó einkum um stuttar ritunaræfingar sem lagðar eru fyrir þátttakendur og umræður um þær.

Markmiðið er að þátttakendur læri að skrifa betri greinar og færslur og verði dómbærari á skrif annarra og meðvitaðri um eigin skoðanaskrif, fái tækifæri til að endurspegla viðfangsefni sín og efnistök í öðru fólki og fræðist um ólíkar leiðir til að skrifa og birta skrif sín. Námskeiðið er 3 skipti.

First aid course – free of charge for members of Efling

English

When: Tuesday 19th  and Thursday 21st of February

Last day to register is February 15th.

Location: Eflingu Union, Sætúni/Guðrúnartúni 1, 4th floor.

Sign up with Efling tel: 510 7500 or email: efling@efling.is

Four steps of first aid

  • Ensuring safety
  • Assessing the condition of the injured
  • Get help
  • Administering first aid

Participants get a recognition from the Red Cross and Ministry of  Welfare.