Verkfall 8. mars – praktískar upplýsingar

22. 02, 2019

Atkvæðagreiðsla um tillögu að verkfalli húshjálpa í hótelum á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, hefst kl. 10.00 að morgni mánudags 25.2 2019 og lýkur kl. 22.00, fimmtudaginn 28.2 2019.

Tillagan er tímabundið verkfall frá klukkan 10.00 að morgni 8. mars 2019 til miðnættis sama dags.

Kosningin fer fram á vefnum. Kosning utan kjörfundar fer fram á skrifstofu Eflingar. Bíll mun einnig keyra milli vinnustaða og safna utankjörfundaratkvæðum.

KOSNING MEÐ ÍSLYKLI

  • Kjörgengir í kosningunni eru félagar Eflingu sem vinna skv. kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis vegna vinnu starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi og sem rann út þann 31.desember 2018.
  • Athugið að það má kjósa eins oft og hver vill, aðeins seinasta atkvæðið mun gilda.

Smellið hér til að opna atkvæðagreiðsluna

  • Þegar smellt er á tengilinn opnast þessi gluggi sem eftir innskráningu opnar leið að atkvæðaseðli.

  • Hægt er að auðkenna sig/skrá sig inn til að greiða atkvæði með Íslykli eða  rafrænum skilríkjum á farsíma eða snjallkorti.
    • Ef þú vilt auðkenna þig með rafrænum skilríkjum þá slærð þú inn GSM símanúmer þitt inn í svæðið „Símanúmer“. Að því loknu smellir þú á hnappinn „Innskrá“, þá koma boð í síma þinn þar sem þú ert beðin um að slá inn “pin” númer þitt. Ef þú ert á kjörskrá þá birtist kjörseðilinn.
      • Ef rafrænu skilríkin í símanum þínum eru óvirk má snúa sér til næsta bankaútibús til að fá skilríkin virkjuð.
  • Ef þú vilt auðkenna þig með Íslykli þá slærð þú inn kennitölu þína inn í svæðið „Kennitala“ og Íslykilinn þinn inn í svæðið „Íslykill“. Að því loknu smellir þú á „Staðfesta“. Ef þú ert á kjörskrá þá birtist kjörseðilinn.
    • Ef þú ert ekki með virkan Íslykil má sækja nýjan Íslykil með því að smella á „Mig vantar Íslykil“.
    • Þá þarft að slá inn kennitölu og velja að senda lykil í heimabanka.
    • Farðu inn á heimabankann þinn undir rafræn skjöl, þar er nýr Íslykill sennilega þrjú orð með punkti á milli.
    • Skrifaðu þennan Íslykil inn í Word skjal því algengustu vandræðin eru innsláttarvilla þegar viðkomandi ætlar að skrá sig inn.
    • Farðu aftur inn á heimasíðu Eflingar (https://www.efling.is)
    • Veldu tengilinn fyrir kosninguna (sjá ofar), þegar innskráningarsíðan birtist sláðu inn kennitölu og afritaðu Íslykilinn þinn úr Word skjalinu og ýttu á „Staðfesta“.
    • Nú þarft þú að búa til nýjan Íslykil, hann þarf að vera 10 stafir gott að nota orð eða nafn með punkt á milli og tölustafi í restina (bara uppástunga), settu síðan inn GSM númer og netfang og ýttu svo á „Staðfesta“.
    • Eftir að þú ýttir á „Staðfesta“ ættir þú að sjá atkvæðaseðil.
  • Opnast nú „Atkvæðaseðill“.   Á atkvæðaseðlinum er spurt um afstöðu til tímabundinnar vinnustöðvunar félagsmanna Eflingar þann 8.mars 2019.
  • Hægt er að velja á milli þess að lesa kjörseðilinn á íslensku, ensku og pólsku. Skipt er milli tungumála með því að smella á fánana efst til hægri.

 

  • Kjósendur sem samþykkja vinnustöðvunina merkja við á „já“
  • Kjósendur sem hafna vinnustöðvun smella á „nei“
  • Kjósendur sem ekki taka afstöðu smella á „tek ekki afstöðu“.
  • Þegar afstaða hefur verið tekin til vinnustöðvunar þann 8. mars er atkvæðaseðli skilað í kjörkassann með því að smella á hnappinn „Kjósa“.
  • Þegar atkvæðið hefur komist til skila birtist skjár sem segir „Takk fyrir Þátttökuna“.
  • Félagsmaður sem telur sig eiga atkvæðisrétt en er ekki inni á kjörskrá getur haft samband við skrifstofu Eflingar, netfang: efling@efling.is
  • Kjörskrá verður eytt að loknum kosningum.