Efling boðar atkvæðagreiðslu um verkfall

Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær 28. febrúar 2019 að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum og á 40 hótelum á félagssvæði Eflingar á tilteknum dagsetningum.

Samkvæmt tillögunni munu aðeins þeir félagsmenn sem verkfallsboðunin tekur til greiða atkvæði.

Kjarasamningur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins rann út þann 31. desember 2018 og hafa viðræður um endurnýjun samnings ekki borið árangur. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 21. desember 2018 og þann 21. febrúar mat Efling það svo að viðræður hefðu reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu ríkissáttasemjara.

Krafa Eflingar er að hægt sé að lifa af lægstu launum. Sjá má nánar hér kröfugerð félagsins og upplýsingar um gang viðræðna.

Boðun vinnustöðvunar samkvæmt tillögu samninganefndar nær til 40 hótela og allra hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar. Boðað yrði til fullrar vinnustöðvunar frá miðnætti til miðnættis á eftirtöldum dögum:

  • 22. mars 2019
  • 28.-29. mars 2019
  • 3.-5. apríl 2019
  • 9.-11. apríl 2019
  • 15.-17. apríl 2019
  • 23.- 25. apríl 2019

Boðað yrði til ótímabundinnar vinnustöðvunar frá og með 1. maí 2019

Að auki samþykkti samninganefndin að boðað verði til smærri verkfallsaðgerða á ofangreindum vinnustöðum á tímabilinu 18. mars til 30. apríl á þeim dögum sem falla utan fullrar vinnustöðvunar. Þær aðgerðir fela í sér að starfsmenn mæta til vinnu en fella niður einstaka verkþætti svo sem nánar er lýst í tillögu samninganefndar.

Tillaga að vinnustöðvun á hótelum 1/2

Tillaga um vinnustöðvun á hótelum 2/2

Tillaga um vinnustöðvun hjá Almenningsvögnum Kynnisferða 1/3

Tillaga um vinnustöðvun hjá Almenningsvögnum Kynnisferða 2/3

Tillaga um vinnustöðvun hjá Almenningsvögnum Kynnisferða 3/3

Tillaga um vinnustöðvun í hópbifreiðaakstri 1/2

Tillaga um vinnustöðvun í hópbifreiðaakstri 2/2