Óskað eftir tilnefningum til setu í fulltrúaráði Gildis – lífeyrissjóðs

Efling – stéttarfélag kallar eftir tilnefningum til setu í fulltrúaráði Gildis – lífeyrissjóðs. Meðlimir fulltrúaráðs fara með atkvæðisrétt á ársfundi Gildis, en hann verður haldinn 11. apríl næstkomandi. Af þeim 80 fulltrúum sem sitja í fulltrúaráði fyrir hönd stéttarfélaga skipar Efling 57 og er sá hlutur reiknaður út frá vægi iðgjalda sem félagsmenn Eflingar greiða til sjóðsins.

Fulltrúaráð er skipað til tveggja ára í senn. Um hlutverk og skipun fulltrúaráðs fer nánar tiltekið eftir samþykktum Gildis sem sjá má á heimasíðu sjóðsins.

Allir fullgildir félagsmenn Eflingar geta tilnefnt sjálfan sig eða annan fullgildan félagsmann. Uppstillingarnefnd Eflingar tekur við tilnefningum á netfangið efling@efling.is merkt „Tilnefning til fulltrúaráðs Gildis“. Tilnefningar óskast sendar eigi síðar en 12 á hádegi miðvikudaginn 13. mars.

Uppstillingarnefnd mun mæla með lista fulltrúa við trúnaðarráð Eflingar sem samþykkir endanlegan lista. Fyrsti fundur nýs fulltrúaráðs Gildis er áætlaður miðvikudaginn 20. mars.