Rútuverkfall 28.-29. mars: Upplýsingar

26. 03, 2019

Á fimmtudaginn og föstudaginn verður verkfall í rútufyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, í 48 tíma alls. Rútubílstjórar í Eflingu eru beðnir að hjálpa við að verja verkfallið. Verkfallsvarsla verður í tveimur vöktum, klukkan 2:00 og 7:00 að morgni hvors dags.

Til að taka þátt í verkfallsvörslu og fá styrk úr verkfallssjóði er mætt á skrifstofu Eflingar, Guðrúnartún 1, við upphaf vaktar. Ef þú vinnur að nóttu til, þá er þín vakt sú sem hefst klukkan 2:00. Ef þú vinnur að degi til, þá er þín vakt sú sem hefst klukkan 7:00. Vaktirnar eru þær sömu á fimmtudag og föstudag.

Á skrifstofu Eflingar, við upphaf vaktar, verður farið yfir áætlunina. Svo hefst verkfallsvarslan.

Efling álítur allan akstur hópferðabifreiða á félagssvæði Eflingar, af hálfu annarra en eigenda og æðstu stjórnenda, vera verkfallsbrot. Félagssvæði Eflingar er appelsínugula svæðið á þessari mynd: