Upplýsingar um verkfall hjá hótelstarfsfólki 28. og 29 mars

26. 03, 2019

Næstu verkföll verða fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars. Ef þú ert í Eflingu eða VR, og vinnur á einhverju af hótelunum sem eru talin upp hér að neðan, nær verkfallið til þín.

Það skiptir ekki máli hvort þú hafir tekið þátt í kosningunni, í hvaða deild hótelsins þú vinnur, eða hvort þú starfir þar sem verktaki. Það skiptir heldur ekki máli ef þú ert skráður í rangt stéttarfélag – verkfallið nær til allra sem vinna störf samkvæmt kjarasamningum Eflingar og VR í hótelum.

Einu undantekningarnar eru hóteleigendur og æðstu stjórnendur.

Ef þú ert í öðru stéttarfélagi og ert beðinn að vinna aukavinnu meðan á verkfallinu stendur er líklega verið að biðja þig um að fremja verkfallsbrot – það er ólöglegt.

Sýnum samstöðu – virðum verkfallsréttinn!

Til að fá styrk úr Vinnudeilusjóði tekur þú þátt í kröfustöðu. Það verða fjórar kröfustöður hvorn dag, athugaðu listann hér fyrir neðan til að sjá hvar starfsfólk þíns hótels ætlar að hittast.

  08:00 11:30
Austurvöllur: Hótel Saga Konsulat
  City Center Hotel Radison 1919
  Reykjavík Centrum Apotek
  Reykjavík Marina Borg
  Óðinsvé Exeter
  Leifur Eiríksson Plaza
  101 Hótel Arnarhvoll
  Nordica Þingholt
  Miðgarður Hótel Holt
  Grand hótel
  Rvk Lights
Hlemmur: City Park Hótel Natura
  Capital Inn Kex
  Fosshótel Reykjavík Fosshótel Barón
  Storm Fosshótel Lind
  Skuggi Fosshótel Rauðará
  Sand Hótel Klettur
  Frón Hótel Canopy
  Klöpp Hótel Örk
  Hótel Cabin Hótel Viking
  Skjaldbreið Hótel Smári