Verkfalli 28.-29. mars aflýst: Takmarkaður en þýðingarmikill árangur

27. 03, 2019

Efling – stéttarfélag hefur aflýst boðuðum verkfallsaðgerðum 28. og 29. mars sem hefjast áttu innan örfárra klukkutíma.

Efling aflýsir aðgerðunum í ljósi þess að viðræðugrundvöllur hefur loksins reynst vera til staðar af hálfu Samtaka atvinnulífsins. Þetta kom fram í viðræðum SA við formenn samflotsfélaga í Karphúsinu síðdegis í dag.

Aðrir þættir boðaðrar verkfallsáætlunar félagsins standa, en næstu boðuðu sólarhringsverkföll félagsins eru næstkomandi miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Strætisvagnar í rekstri Kynnisferða hefja einnig háannatímaverkföll á mánudaginn í næstu viku. Efling biður félagsmenn að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum yfir helgina.

Efling þakkar félagsmönnum, starfsfólki og sjálfboðaliðum fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt í undirbúning og framkvæmd verkfallsaðgerða, sem nú hafa skilað takmörkuðum en þýðingarmiklum árangri.