Kaffiboð eldri borgara 5. maí

30. 04, 2019

Sunnudaginn 5. maí nk. verður kaffiboð fyrir Eflingarfélaga 70 ára og eldri haldið að Gullhömrum í Grafarholti. Húsið opnar kl. 13.30.

Efling – stéttarfélag býður gestum upp á kaffi og meðlæti, leikið verður fyrir dansi og söngatriði er einnig á dagskránni

Félagsmönnum er velkomið að bjóða með sér maka eða félaga, þó aðeins einn gest.

Enga miða þarf heldur verður nafnalisti við innganginn. Þannig þarf einungis að skrá sig.

Skráning í kaffiboðið verður fimmtudaginn 2. maí og föstudaginn 3. maí. Hægt verður að skrá sig með eftirtöldum hætti:

  • Rafrænt hér á heimasíðu Eflingar
  • Með því að hringja á skrifstofuna í síma 510 7570
  • Mæta á skrifstofu Eflingar og skrá sig þar

Athugið að engir miðar verða afhentir þar sem nafnalisti verður við innganginn.

Þar sem um takmarkaðan fjölda er að ræða gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá.