Orlofsuppbót

30. 04, 2019

Ef þú ert félagsmaður í Eflingu og starfar á almenna markaðinum átt þú að fá orlofsuppbót þessi mánaðarmót. Fyrir heilsársvinnu ættir þú að fá 76.000 kr.

Heilsársvinna þýðir að þú hafir unnið í fullu starfi 45 vikur á tímabilinu 1. maí 2018 til 30. apríl 2019.

Hafir þú unnið 12 vikur eða meira eða ert í starfi fyrstu vikuna í maí átt þú að fá greiðslu í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.

Dæmi: Hafir þú unnið í 20 vikur átt þú að fá 20/45 af uppbótinni, sem eru 33.778 kr.

Orlofsuppbótin í ár er hærri (og greiðist út fyrr) vegna þess að ofan á vanalega uppbót, 50.000 kr., leggjast 26.000 kr. aukalega vegna undirritunar nýrra kjarasamninga við SA.

Kjarasamningurinn kveður á um að orlofsuppbótina eigi að greiða út í síðasta lagi fimmtudaginn 2. maí. Fáir þú ekki greiðslu sem þú telur þig eiga rétt á hafðu samband við skrifstofu Eflingar.