Nú er komið að lífeyrisþegum

10. 05, 2019

Í kjöl­far lífs­kjara­samn­ing­anna spyrja margir hvað verði um lífs­kjör líf­eyr­is­þega. Til að ávinningur samninganna skili sér til lægst launuðu lífeyrisþeganna þarf að hækka lífeyri almannatrygginga til jafns við lægstu taxtana segir Stefán Ólafsson í nýlegri grein á Kjarnanum.

Það væri alvar­legt stíl­brot á frammi­stöðu rík­is­stjórn­ar­innar ef hún myndi nú bregð­ast líf­eyr­is­þegum og ekki veita þeim ávinn­ing lífs­kjara­samn­ings­ins til fulls.

For­sæt­is­ráð­herr­ann hlýtur að sjá til þess að engin van­höld verði á því að skila ávinn­ingi lífs­kjara­samn­ings­ins til fulls til lægst laun­uðu líf­eyr­is­þeg­anna, þ.e. þeirra sem mest stóla á almanna­trygg­ing­ar. Það væri einmitt gert með því að hækka líf­eyri almanna­trygg­inga til jafns við lægstu taxt­ana. Þingið þarf að afgreiða það fyrir sum­ar­frí og láta hækk­un­ina gilda frá 1. apr­íl segir Stefán.

Sjá grein Stefáns á Kjarnanum.