Barátta gegn brotastarfsemi – tími aðgerða er runninn upp

14. 07, 2019

DV hefur enn á ný birt umfjöllun þar sem gripið er til varna fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu og að þessu sinni einnig notendafyrirtæki sem nýtti sér þjónustu hennar. Ekkert nýtt eða markvert kemur fram í umfjöllun DV.

Efling og lögmannsstofan Réttur hafa fyrir hönd hóps verkamanna lagt fram kröfur og stefnu á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar og notendafyrirtækjum sem leigðu starfsmenn af henni. Kröfurnar hverfast í kringum annars vegar óhóflegan og ólögmætan frádrátt af launum og hins vegar vanvirðandi meðferð og nauðung eða þvingun við vinnu. Hvort tveggja eru grafalvarleg réttindabrot sem Efling mun ekki líða að verði innleidd á félagssvæði þess.

Í rökstuðningi krafna sinna fyrir hönd verkamannanna vísar Efling til nýrra ákvæða í lögum um svokallaða „keðjuábyrgð“ sem kveður á um að notendafyrirtæki beri fulla og óskipta ábyrgð á lágmarkskjörum starfsmanna sem það leigir frá starfsmannaleigum. Ekki hefur áður reynt á ákvæði þessara laga. Efling og Réttur ryðja nýja braut í sögu vinnulöggjafarinnar með málinu. Þrjú fyrirtæki hafa gengist við þeirri ábyrgð eftir að hafa stundað viðskipti við Menn í vinnu, en eitt hafnaði sinni ábyrgð alfarið.

Efling hefur tekið þá afstöðu að horfa ekki þegjandi og hljóðlaust á íslenskan vinnumarkað verða gróðrarstígu réttindabrota og jafnvel nauðungarvinnu. Lögleysa og ábyrgðarleysi hafa viðgengist of lengi. Tími kvartana er liðinn, tími aðgerða er runninn upp.

Efling vísar til fyrri frétta, yfirlýsinga og skrifa: