Staða samningaviðræðna við Reykjavík, ríki og sveitarfélög

24. 10, 2019

Frá því að deilunni við Reykjavíkurborg var vísað til ríkissáttasemjara hafa þrír formlegir fundir átt sér stað. Örlítið hefur þokast áfram í viðræðum og ágætis samtal um kröfugerð Eflingar náðst þó að lending sé ekki í sjónmáli. Auk formlegu fundanna með ríkissáttasemjara hefur einu sinni verið fundað í undirhópi um starfsumhverfi á vinnustöðum borgarinnar. Stefnt er að fleiri fundum á næstu vikum.Fulltrúar Eflingar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann, í fararbroddi hafa heimsótt félagsmenn á vinnustöðum Reykjavíkurborgar nú þegar kjaraviðræður við borgina standa sem hæst. Tilgangurinn er spjalla við félagsmenn og hlusta eftir því hvað þeir hafa að segja. Af heimsóknunum að dæma er ljóst að Eflingarfólk hjá Reykjavíkurborg er löngu búið að fá nóg af ástandinu og er tilbúið í átök til að knýja fram breytingar.Samningaviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru tíðindalitlar. Eftir að gengið var frá nýrri viðræðuáætlun og vísun kjaradeilu til ríkissáttasemjara dregin til baka hefur átt sér stað fundahrina milli aðila. Ýmsir hlutir hafa verið ræddir og þó segja megi að samtalið gangi betur er enginn árangur af því fyrirsjáanlegur.Ekki hefur þótt ástæða til vísa viðræðum við ríkið til ríkissáttasemjara þar sem náðst hefur samtal á milli aðila þó gangur viðræðna sé hægur. Settur var á stofn undirhópur, þar sem fulltrúi Eflingar eiga sæti, sem hefur skilað tillögum að breytingum á kjarasamningi vegna vaktavinnu. Ætlunin er að halda þeirri vinnu áfram en samningar þurfa að þokast lengra áður en það er hægt.Kjarasamningar hjá einkareknum hjúkrunarheimilum hafa tekið mið af hvað semst við ríkið og er beðið eftir niðurstöðu þar áður en gengið er til samningaviðræðna við hjúkrunarheimilin.Ekkert á sjóndeildarhringnum bendir til þess að samningar náist fljótt.Flestir starfsmenn hins opinbera hafa fengið greidda innágreiðsla á væntanlegan kjarasamning að upphæð 105 þús. hjá Reykjavíkurborg og ríkinu og 125 þús. hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Það er sameiginlegur skilningur aðila að sú fjárhæð sé hluti fyrirhugaðra launabreytinga á gildistíma hinna endurnýjuðu kjarasamninga aðila og verði metinn sem hluti af kostnaðaráhrifum þeirra.