Færibandið frá láglaunastörfum til örorku: Heilsufar og vinnumarkaður frá sjónarhóli verkafólks

Efling- stéttarfélag boðar til félagsfundar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 18.00 í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.Dagskrá:

  • Opnunarorð: Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
  • Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði kynnir skýrslu um tengsl örorku og heilsufars við tekjur og stöðu á vinnumarkaði
  • Önnur mál

Boðið verður upp á léttar veitingar.Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum Eflingar.—————————————Færibandið frá láglaunastörfum til örorku: Heilsufar og vinnumarkaður frá sjónarhóli verkafólksEr fjandsamlegur vinnumarkaður á Íslandi kerfisbundið að framleiða öryrkja úr láglaunafólki? Kolbeinn H. Stefánsson doktor í félagsfræði kynnir skýrslu sem hann er með í smíðum fyrir Eflingu – stéttarfélag um tengsl örorku og heilsufars Íslendinga við stöðu þeirra á vinnumarkaði og stéttarstöðu. Kolbeinn vann nýlega skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega fyrir Öryrkjabandalagið. Skýrsla hans fyrir Eflingu er framhald á þeirri skýrslu þar sem örorkumálin eru sérstaklega skoðuð frá sjónarhóli láglaunafólks. Skýrslan verður kynnt opinberlega á seinni stigum en á fundinum gefst Eflingarfélögum tækifæri til að fá nasasjón af helstu niðurstöðum.Sjá viðburð á facebook