Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun hjá Reykjavíkurborg hefst 21. janúar

14. 01, 2020

[et_pb_section bb_built=“1″ _builder_version=“3.0.47″ custom_padding=“0|0px|54px|0px|false|false“][et_pb_row _builder_version=“3.0.48″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“ custom_padding=“0|0px|27px|0px|false|false“][et_pb_column type=“4_4″][et_pb_text _builder_version=“3.19.14″]

Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á hádegi þriðjudaginn 21. janúar og lýkur á hádegi sunnudaginn 26. janúar. Atkvæðagreiðslan verður rafræn.

Fyrir þá sem ekki geta greitt atkvæði rafrænt verður boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins og á færanlegum kjörstað sem ekið verður milli vinnustaða.

Starfrækt verður undanþágunefnd sem mun afgreiða beiðnir um lágmarksmönnun á einstökum vinnustöðum, eins og t.d. hjúkrunarheimilum.

Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg samþykkti á fundi þann 10. janúar síðastliðinn að láta fara fram almenna leynilega rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem vinna skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar-stéttarfélags.

Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi félagsins sem rann út þann 31. mars 2019.

Nánari upplýsingar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar verða birtar eins fljótt og auðið er.

[/et_pb_text][et_pb_text _builder_version=“3.19.14″]

[box] Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu.

– Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.

– Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

– Þriðjudagur 11. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.

– Miðvikudagur 12. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

– Fimmtudagur 13. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.

– Mánudagur 17. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. [/box]

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]