Fundur með félagsmönnum Eflingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Efling boðar til fundar með félagsmönnum sínum innan Sambands íslenskra sveitarfélaga  í kjölfar upphafs verkfallsaðgerða þeirra  í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 kl. 12.30 á mánudag, 9. mars. Ótímabundið verkfall þessa hóps hefst að óbreyttu á hádegi sama dag.Rúmlega 270 félagar í Eflingu ístörfum hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Flestir starfa við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ.Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli. Samninganefnd Eflingar gagnvart SÍS lýsti viðræður hjá ríkissáttasemjara árangurslausar á samningafundi 21. febrúar síðastliðinn. Þá höfðu samningar verið lausir í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Eftir að lýst hafði verið yfir árangurslausum viðræðum var samþykkt að bera tillögu um boðun vinnustöðvunar undir atkvæði félagsmanna. Áður hafði félagsfundur félagsmanna Eflingar hjá sveitarfélögunum lýst stuðningi við verkfallsboðun.Kosið var um verkföll dagana 24.-29. febrúar síðastliðin. Kjörsókn var 48%, þ.e.  131 af 274 félögum í Eflingu greiddu atkvæði.  Alls voru 114 eða 87% samþykkir verkfallsboðun, 14 eða 11% mótfallnir og 3 eða 2% tóku ekki afstöðu.Af þeim sem tóku afstöðu voru 89% félagsmanna hjá sveitarfélögum hlynntir verkfallsboðun.Niðurstöðurnar sýna því afgerandi stuðning félagsmanna við komandi verkfallsaðgerðir.„Þessar niðurstöður sýna hve mikinn vilja fólk hefur til að leggja lóð sitt á vogarskálar í baráttunni fyrir bættum kjörum. Þetta eru hópar sem eru í sambærilegum störfum og félagar okkar hjá Reykjavíkurborg. Sömu óbærilega illa launuðu störfin, við óboðlegt álag og aðstæður,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.  „Sveitarfélögin og stofnanirnar þar sem börnin okkar og aldraðir foreldrar dvelja eru stærstu láglaunavinnustaðir landsins. Tími breytinga er kominn, engin heiðarleg manneskja getur neitað því lengur.“