Félagsmenn á almenna markaðinum hækka í launum

Mánaðarlaun félagsmanna Eflingar á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 24.000 kr. samkvæmt launatöflu í samræmi við kjarasamning stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins þann 1. apríl síðastliðinn. Lægri upphæð eða 18.000 kr. lagðist ofan á laun starfsmanna sem eru með mánaðarlaun umfram launatöflu frá sama tíma. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, svo sem bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.Eiga hækkanirnar að koma til útborgunar í launum fyrir aprílmánuð, sem í flestum tilfellum eru greidd út eftir á eða mánaðamótin apríl-maí, og haldast eftir það út gildistíma kjarasamningsins.Efling hvetur félagsmenn til að gæta að því að hækkanirnar séu greiddar að fullu og birtist með réttum hætti á launaseðli aprílmánaðar þegar hann er gefinn út af atvinnurekanda.Í samræmi við ofangreindan kjarasamning gildir einnig eftirfarandi frá 1. apríl.

  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf (173,33 klst. á mánuði eða 40 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 335.000 kr.
  • Starfsmenn fá 51.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní 2020, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 94.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember 2020, miðað við fullt starf.

Hér má nálgast kauptaxta EflingarHér er hægt að nálgast Lífskjarasamninginn