Dropinn

Sannkallaður jólaandi svífur yfir vötnum í síðasta Dropanum á þessu ári sem að venju verður í beinu streymi fimmtudaginn 3. desember kl. 10. Að þessu sinni fáum við til okkur fjóra rithöfunda með fjölbreyttan bakgrunn sem lesa fyrir okkur kafla úr bókum sínum.Ewa Marcinek les upp út bók sinni Polishing Iceland.  Bókin er fyrsta ritverk Ewu og bíður nú útgáfu en áður hefur verir flutt leikverk upp úr henni sem var sýnt í Tjarnarbíó fyrr á árinu.Helen Cova les upp úr bók sinni Sjálfsát – Að éta sjálfan sig en það er önnur bók hennar. Áður gaf hún út barnabókina Snúlla finnst gott að vera einn.Kristín Ómarsdóttir les upp úr nýútkomnu ljóðasafni sínu, Kristín Ómarsdóttir ljóðasafn, það geymir átta ljóðabækur Kristínar sem margar hafa verið ófáanlegar um langt skeið.Konur sem kjósa: aldarsaga fjallar um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Höfundar verksins eru fjórir, þær Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir og mun Ragnheiður lesa kafla úr bókinni.Við hvetjum áhorfendur að hita sér kakó og jafnvel næla sér í piparköku og njóta þess að hlusta á upplesturinn. Viðburðurinn fer fram á bæði íslensku og ensku og verður textatúlkaður.Viðburðinum verður stýrt af Þórunni Hafstað, starfsmanni Eflingar.