Launahækkanir 1. janúar 2021 – Hvað færð þú mikla launahækkun?

29. 01, 2021

Þann 1. janúar sl. hækkuðu laun hjá Eflingarfélögum sem koma til útborgunar 1. febrúar nk. Mismunandi er eftir greinum með hvaða hætti hækkunin er. Félagsmenn Eflingar sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum sem eru dagvinnustarfsmenn fá styttingu vinnuvikunnar.Starfsfólk á almennum vinnumarkaðiKauptaxtar hækka um 24.000 kr. – sjá nýja launatöflu.Almenn hækkun hjá þeim sem taka ekki laun skv. kauptaxta er 15.750 kr.Lágmarkslaun fyrir fullt starf verða 351.000 kr. á mánuði.Arðir kjaratengdir liðir hækka um 2,5% Starfsfólk ReykjavíkurborgarKauptaxtar hækka um 24.000 kr. – sjá nýja launatöflu.Lágmarkslaun fyrir fullt starf verða 351.000 kr. á mánuði.Önnur laun skv. gr. 1.1.3 hækkun um 2,5% Starfsfólk annarra sveitarfélaga en ReykjavíkurborgarKauptaxtar hækka um 24.000 kr. – sjá nýja launatöflu. Starfsfólk ríkis/hjúkrunarheimila Þann 1. janúar 2021 tekur ný launatafla gildi. – sjá nýja launatöflu.