Radíó Efling – nýr þáttur kominn í loftið

25. 08, 2021

Í nýjasta þætti Radíó Eflingar, Labbað í loftið, ræðir Þórunn Hafstað við Eðvald Karl Eðvalds, félagsmann Eflingar til margra ára. Kalli, eins og hann er alltaf kallaður, fékk sína fyrstu vinnu 11 ára, en stendur nú á tímamótum. Hann er nýorðinn 67 ára og er að hætta að vinna. Kalli hefur komið sér upp einum fullkomnasta flughermi landsins  heima hjá sér og í þættinum býður hann hlustendum á flug meðan hann ræðir um starfsferilinn í steypunni, frelsið í háloftunum og hvernig hann sjái fyrir sér að verja þeim tíma sem fylgir starfslokunum.

Þáttinn má nálgast hér eða á þinni uppáhalds streymisveitu.