Almenn braut – nýtt og spennandi nám fyrir félagsfólk Eflingar

25. 10, 2021

Í nóvember býðst félagsmönnum Eflingar að skrá sig á nýja Almenna braut Vitans – skóla Eflingar. Á Almennu brautinni er boðið upp á efnisrík og spennandi námskeið sem miða að því að styrkja þekkingu, vitund og sjálfstraust félagsmanna í stéttabaráttu. 

Námið spannar fjórar vikur þar sem kennt er á íslensku á þriðjudögum og ensku á miðvikudögum, kl. 19.00-22.00 í Félagsheimili Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð.

Umsjónarfólk námskeiðanna eru öll einstaklingar með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði, og sem tengist beint raunveruleika og hagsmunum Eflingarfélaga. Lögð er áhersla á að gera námið aðgengilegt og líflegt með umræðum og uppbroti í kennsluaðferðum. 

Almenna brautin er opin öllum félagsmönnum Eflingar og þeim að kostnaðarlausu.

Engar forkröfur eru aðrar en forvitni og áhugi um viðfangsefni námskeiðanna og að greitt hafi verið iðgjald til Eflingar í að lágmarki þrjá mánuði síðustu sex mánuði. 

Ekki er gert ráð fyrir neinu heimanámi heldur er nóg að mæta á staðinn þar sem öll kennslugögn verða afhent. 

Nemendur fá viðurkenningarskjal og gjafapoka að námi loknu. 

Sjá dagsetningar og nánari lýsingu á náminu