Gengið frá kjarasamningi við NPA miðstöðina

22. 12, 2021

Efling – stéttarfélag hefur gengið frá kjarasamningi við NPA miðstöðina vegna starfa aðstoðarfólks við notendastýrða persónulega aðstoð. Samningurinn verður settur í atkvæðagreiðslu í janúar meðal Eflingarfélaga sem starfa við NPA.

Helstu atriði nýs kjarasamnings eru að laun hækka um 25.000 kr. 1. janúar 2022, inn kemur sérstakt álag fyrir þá sem sinna aðstoðarverkstjórn. Þann 1. maí 2022 styttist vinnuvikan um 4 klukkustundir eða í 36 klukkustundir og vaktaálag á næturnar verður 65% virka daga og 75% um helgar. Fyrirkomulag ferðalaga er gert skýrara og sett inn að drög að vaktskrá skuli lögð fram með 4 vikna fyrirvara  auk margra fleiri þátta sem aðstoðarfólk í NPA hefur komið á framfæri undanfarin ár. Samningurinn verður borinn undir félagsmenn Eflingar sem starfa í NPA í janúar.

Einnig var gerður sérkjarasamningur um sólarhringsvaktir sem gildir aðeins fyrir fólk sem starfar hjá NPA miðstöðinni.  Í samningnum eru reglur um sólahringsvaktir gerðar skýrari og aðstoðarmönnum tryggð 8 klukkustunda samliggjandi hvíld og skýrt út að rof á hvíld sé að hámarki 15 mínútur. 

Samningarnir gilda frá 1. janúar 2022 til 1. nóvember 2022.

Kjarasamingur NPA

Sérkjarasamningur