Radíó Efling – Selma & Mummi.

14. 12, 2021

Selma Nótt stendur fyrir utan heimili Imbu, konu sem hún þrífur hjá fyrir heimaþjónustu Reykjavíkurborgar, með stórt pottablóm í fanginu. Hún ætlar að freista þess að Imba sjái um blómið því sjálf er hún að flytja úr landi. Selma ólst upp í Tyrklandi við afar erfiðar aðstæður sem á endanum leiddu hana til Íslands í sjálfboðavinnu. Síðan hún flutti hingað, hefur það kostað hana sleitulausa baráttu og vinnu að fá að búa hér og vinna. Nú þegar hún hefur loksins fengið ríkisborgararétt, hefur Selma gefist upp á lífinu hér. Mygla í bílskúrnum sem hún leigir sem íbúðarhúsnæði gerði útslagið, en myglan hefur haft erfið áhrif á heilsu hennar og fuglsins hennar Mumma. Leigusalinn bregst ekki við kvörtunum, húsnæðismarkaðurinn er eins og hann er og Selma hefur ákveðið að flytja úr landi og byrja á núllpunkti í nýju landi, aftur.  

Þáttinn má nálgast hér eða á þinni uppáhalds streymisveitu.

Þessi þáttur er á ensku.