Nýr framkvæmdastjóri Eflingar

Linda Dröfn Gunnarsdóttir hefur verið tímabundið ráðin í starf framkvæmdastjóra Eflingar og hóf hún störf þann 13. desember síðastliðinn.

Linda mun m.a. hafa yfirumsjón með almennri starfsemi Eflingar, þjónustu við félagsmenn og rekstri skrifstofunnar. Linda hefur mikla reynslu af framkvæmd og stjórnun verkefna á ýmsum vettvangi. Hún hefur starfað undanfarin ár hjá Fjölmenningarsetri sem staðgengill forstöðumanns og verkefnastjóri þróunarverkefna. Hún hefur einnig starfað sem verkefnastjóri hjá sveitarfélögum við móttöku flóttafólks, sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Evris foundation og í Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Linda er með BA gráðu í spænsku og kennsluréttindi frá HÍ sem og MA gráðu í Evrópufræðum frá Árósarháskóla.