Tilkynning frá Kjörstjórn – Stjórnarkjör 2022

17. 01, 2022

Trúnaðarráð Eflingar-stéttarfélags samþykkti á fundi sínum 13. janúar sl. svohljóðandi tillögu uppstillinganefndar um skipun í þær trúnaðarstöður sem til kjörs eru nú skv. 10. gr. laga félagsins.

Ólöf Helga Adolfsdóttir, formaður (2022-2024)
Eva Ágústsdóttir, gjaldkeri (2022-2024)
Aija Baldina (2022-2024)
Friðjón Víðisson (2022-2024)
Þorleifur Jón Hreiðarsson (2022-2024)
Mateusz Kowalczyk (2022-2024)
Anna Steina Finnsdóttir (2022-2024)
Felix Kofi Adjahoe (2022-2024)
Marcin Dziopa (2022-2023 – ath. tæki sæti Ólafar Helgu í stjórninni 2021-2023)

Skoðunarmenn reikninga:

Leó Reynir Ólason (2022-2024)
Thelma Brynjólfsdóttir (2022-2024)
Fríða Hammer, varamaður (2022-2024)

Hyggist einhver/einhverjir bjóða fram annan lista með tillögum um val í embætti skv. 10. gr. laga félagsins skal honum skila eigi síðar en kl. 8:59 þann 2. febrúar til fulltrúa kjörstjórnar á skrifstofu Eflingar-stéttarfélags að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.

Samkvæmt 23. gr. laga félagsins skulu lista fylgja meðmæli a.m.k. 120 félagsmanna. Það er á ábyrgð forsvarsmanna lista að ganga úr skugga um að frambjóðendur njóti kjörgengis og að allir meðmælendur séu fullgildir félagsmenn Eflingar-stéttarfélags.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar gefur undirritaður

Halldór Oddsson
Formaður Kjörstjórnar
s. 5355600 / halldoro@asi.is