Ökutímar endurgreiddir

Nú hafa allir fræðslusjóðir Eflingar ákveðið að styrkja félagsmenn um ökutíma en áður var einungis bóklegi hluti ökunáms styrktur. Félagsmenn geta því sótt um endurgreiðslu ökutíma eftir reglum sjóðsins, hámark 75% af reikningi, allt að 130.000 kr. að ári. Tekur þetta til umsókna sem berast og reikninga sem gefnir eru út eftir 1. janúar 2022.

Einnig er vert að benda félagsmönnum á að enn er hægt að sækja um 90% endurgreiðslu fyrir starfstengt nám og námskeið en fræðslusjóðirnir hækkuðu styrkinn úr 75% í 90% til að mæta núverandi ástandi í samfélaginu vegna kórónuveirunnar. Gildir það til 1. maí 2022.

Nánari upplýsingar og umsókn á Mínum síðum.

Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedslusjodur@efling.is