B – listinn sigraði í stjórnarkosningu Eflingar 2022

15. 02, 2022

Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags og mun hún taka við af Agnieszku Ewa Ziółkowska, settum formanni, á aðalfundi félagsins. A listi fékk 1434 atkvæði, B listi fékk 2047 atkvæði og C listi 331 atkvæði. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru:

Ísak Jónsson

Guðbjörg María Jósepsdóttir

Innocentia Fiati

Kolbrún Valvesdóttir

Michael Bragi Whalley

Olga Leonsdóttir

Sæþór Benjamín Randalsson

Skoðunarmenn reikninga

Barbara Sawka

Magnús Freyr Magnússon

Valtýr Björn Thors, varamaður

Úrslit kosninganna eru þannig:

Á kjörskrá voru 25842 félagsmenn og af þeim greiddu 3900 atkvæði.

A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 1434 atkvæði.

B listi Sólveigar Önnu fékk 2047 atkvæði.

C listi Guðmundar fékk 331 atkvæði

Auðir seðlar voru x og ógildir voru 88.

Úrslit kosninganna