Fræðslu- og tengsladagur ASÍ-UNG

23. 03, 2022

ASÍ-UNG stendur fyrir fræðslu- og tengsladegi 28. – 29. apríl á Hótel Hamar í Borgarfirði.

Fundurinn er ætlaður öllu ungu fólki á aldrinum 16-35 ára sem hefur áhuga á starfi stéttarfélaga.

Hótel Hamar býður gistingu með morgunverði á 14.500 kr. Efling greiðir fyrir þátttakendur á vegum félagsins. Að auki greiðir greiðir félagið kílómetragjald fyrir þá sem fara á bílum og það launatap sem einstaklingur verður fyrir vegna þátttöku sinnar.

ASÍ-UNG býður þátttakendum í þriggja rétta máltíð á fimmtudagskvöldinu og hádegisverð á föstudeginum.

Áhugasamir geta skráð sig á felagssvid@efling.is. Nafn, kennitala og símanúmer þarf að fylgja.

Athugið að um takmarkaðan fjölda þátttakenda er að ræða og gildir því reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Síðasti dagur til að skrá sig er mánudagurinn 18. apríl.

Dagskrá:

Fimmtudagur

13:00 – 13:30 ASÍ-UNG

  • Formaður/stjórn ASÍ-UNG kynnir starf ASÍ-UNG.

13:30 – 14:30 Alþýðusamband Íslands – hlutverk, starf og staða.

Farið yfir sögu Alþýðusambandsins, hlutverk þess og skipulag starfsins, innan lands og utan. Farið verður yfir uppbyggingu sambandsins og verkalýðshreyfingarinnar.

Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ

14:30 – 15:00 Kaffipása og spjall

15:00 – 17:00 Ungt fólk og verkalýðshreyfingin – Framtíðarsýn ASÍ-UNG

  • Hvert á hlutverk ungliða að vera? Fjallað um hlutverk og aðkomu ASÍ-UNG að verkalýðsbaráttu og hreyfingunni.

17:00 – 17:15 Samantekt

19:00 – … Kvöldverður á Hótel Bifröst í boði ASÍ-UNG

Föstudagur

08:30 – 10:30 Ungt fólk og kjarasamningar

  • Umræður um helstu áherslumál ungs fólks í komandi kjarasamningum. Stefnt er að því að fundurinn og ASÍ-UNG sendi frá sér ályktun.

Þórir Gunnarsson, hagfræðingur hjá ASÍ, verður með innlegg.

09:45 – 10:15 Kaffipása og spjall

10:15 – 12:00 Verkalýðshreyfing. Hvers vegna? Til hvers?

  • Þorleifur Friðriksson, flytur erindi.

12:00 – 13:00 Hádegismatur í boði ASÍ-UNG