Skráning hafin á starfslokanámskeið

13. 10, 2022

Ertu farin/n að huga að starfslokum? Þá stendur þér til boða að sækja námskeið Eflingar þar sem farið er yfir hagnýtar upplýsingar varðandi tímamótin. Að hætta á vinnumarkaði þarf að undirbúa vel. Breytingin hefur mikil áhrif á líf fólks og er stórt skref að stíga. Með góðum undirbúningi er hægt að gera nýja hlutverkið í lífinu jákvætt.

Á námskeiðinu fjalla sérfræðingar til að mynda um sjúkratryggingar, lífeyrisréttindi, heilsu og réttindi hjá stéttarfélaginu og svara fyrirspurningum frá þátttakendum. Einnig verður fjallað um hvað er í boði í félagsstarfi og fræðslu fyrir fólk sem er komið á aldur.

Boðið er upp námskeiðið á íslensku, ensku og pólsku.

Íslenska: 14.-15. Nóvember 2022 kl.18-21
Íslenska: 8.-9. Mars 2023 kl.18-21
Enska: 14. Mars 2023 kl.18-21
Pólska: 15. Mars 2023 kl.18-21

Boðið verður upp á mat bæði kvöldin. Heimilt er að bjóða maka með.

Kennsla fer fram í húsnæði Eflingar, Guðrúnartúni 1, 4. hæð og er félagsmönnum að kostnaðarlausu. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Mími.

Skráning á vefnum, sjá eyðublað hér fyrir neðan, eða hjá Eflingu stéttarfélagi í síma 510 7500 eða með tölvupósti á netfangið felagsmal@efling.is

Starfslokanámskeið 29. nóv 2023 (íslensku)
Staðfesta netfang / Confirm Email / Powtórz email
Tekur þú maka með? / Will you bring your spouse or partner / Czy przyjdziesz z małżonkiem lub partnerem?
Dæmi: vegan, hnetuofnæmi, mjólkurofnæmi, borða ekki svínakjöt o.s.frv. / Example: vegan, nut allergy, milk intolerance, don’t eat pork, etc. / Przykład: weganizm, alergia na orzechy, nietolerancja produktów mlecznych, nie jem wieprzowiny itp.