Efling hafði betur í Landsrétti gegn ríkissáttasemjara

13. 02, 2023

Landsréttur hefur birt úrskurð sinn í dómsmáli sem Efling höfðaði til áfrýjunar á ákvörðun Hérðasdóms um að félaginu bæri að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá vegna umdeildrar miðlunartillögu embættisins.

Niðurstaða Landsréttar er að hafna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu kjörskrár. Ríkissáttasemjari hafði áður hótað aðför að félaginu með aðstoð lögreglu og Sýslumanns.

Eflingu er ekki skylt að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína.

„Þetta er versti áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkissáttasemjara sem hægt var að hugsa sér. Ég treysti því að íslenska ríkið taki rækilega til í sínum ranni gagnvart kjaradeilu Eflingar og SA í ljósi þessarar niðurstöðu. Við krefjumst þess að Aðalsteinn Leifsson verði látinn segja sig samstundis frá deilunni. Við fögnum þessari niðurstöðu innilega,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Úrskurður Landsréttar í heild (PDF skjal).