Samkomulagi náð við Íslandshótel um verkfallsvörslu

13. 02, 2023

Efling náði í gær samkomulagi við Íslandshótel um framkvæmd verkfallsvörslu. Atriði samkomulagsins eru þessi:

  • Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels.
  • Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará).
  • Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti.
  • Aðengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn.
  • Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang.
  • Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum.

Samkomulagið náðist milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst 12. febrúar 2023. Afrit af öllum samskiptunum fór á netfang lögreglu Höfuðborgarsvæðisins.