Verkfall hefst á miðvikudag klukkan 12 á hádegi

14. 02, 2023

Verkafólk hjá Samskipum, Berjaya Hotels, Skeljungi, Edition og Olíudreifingu hefur samþykkt verkfall sem mun hefjast klukkan 12 á hádegi á miðvikudaginn 15. febrúar. Á þeim tímapunkti munu þau leggja niður störf og halda áfram í verkfalli þangað til því hefur verið aflýst af félaginu.

Á miðvikudaginn 12. febrúar klukkan 12 á hádegi boðar Efling til baráttu- og upplýsingafundar í Hörpu (Austurbakka 2, 101 Reykjavík). Við komum saman í salnum Norðurljós.

Á þessum fundi getur fólk sem lagt hefur niður störf staðfest þátttöku sína í verkfallinu, skráning vegna verkfallsstyrkja fer fram, lifandi tónlist verður spiluð, haldnar verða ræður, matur og drykkur verða í boði og upplýsingar gefnar um hvernig er hægt að taka þátt í verkfallsvörslu. Viðburðurinn stendur til klukkan 16.

Það er mjög mikilvægt að fólk sem er að hefja verkfall þennan dag komi á þennan fund og minni vinnufélaga á hann!

Til að flýta fyrir skráningu vegna verkfallsstyrkja á fundinum má fylgja þessum tveimur skrefum núna strax í gegnum síma eða tölvu:

1. Skráðu þig inn á Mínar síður Eflingar, og gakktu úr skugga um að bankareikningur, tölvupóstur og símanúmer séu rétt skráð.

2. Sendu nýjasta launaseðilinn þinn á netfangið strike@efling.is til að hægt sé að staðfesta starfshlutfall þitt.

Sjáumst í hádeginu á miðvikudag í Hörpu!