Verkföllum frestað til miðnættis á sunnudag

16. 02, 2023

Til að liðka fyrir kjarasamningagerð hefur samninganefnd Eflingar ákveðið að gera samkomulag við SA um tímabundna frestun yfirstandandi verkfallsaðgerða.

Frestunin er til miðnættis á sunnudagskvöld 19. febrúar.

Eflingarfélagar eiga að mæta til vinnu í samræmis við ráðningarsamning og leiðbeiningar atvinnurekanda frá því nú og fram að lokum frestunarinnar. Eflingarfélögum er ráðlagt að hafa samband við sinn atvinnurekanda til að komast að því hvenær er ætlast til að þeir mæti til vinnu.

Á meðan á frestuninni stendur mun samninganefndin reyna að ná kjarasamningum við SA. Náist ekki samningar, fara félagar aftur í verkfall á miðnætti 19. febrúar.

Eflingarfélagar eru beðnir að fylgjast náið með skilaboðum frá félaginu á næstu dögum.

Yfirstandandi verkföll eru hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungi, Samskipum og Olíudreifingu.