Yfirvinna á almenna markaðnum

Samningsbundin yfirvinna hefst þegar lokið er umsaminni dagvinnu, 7 klst. og 25 mín. virkum vinnustundum, á tímabilinu kl. 07:00–17:00, mánudaga til föstudaga.

Ekki er heimilt að greiða dagvinnukaup á yfirvinnutímabili, jafnvel þótt starfsmaður hafi ekki skilað fullum 8 klst. í dagvinnu.

Fyrir vinnu á laugardögum, sunnudögum, og öðrum samningsbundnum frídögum greiðist yfirvinnukaup.

Ef unnið er í matar  – og kaffitíma á dagvinnutímabili, greiðist það með yfirvinnukaupi.