Stytting vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk á opinberum vinnumarkaði

  • Stytting getur orðið að hámarki 4 klst. á viku
  • Við 4 klst. styttingu gefur starfsfólk eftir forræðið yfir kaffitíma, en er tryggt hlé til að nærast og hvílast.
  • Vinnuhópur, sem speglar allan starfsmannahópinn auk yfirmanna, skal vinna að útfærslu styttingu vinnuvikunnar á hverjum vinnustað
  • Styttingin skal vera lýðræðisleg ákvörðun þar sem allir starfsmenn greiða atkvæði um útfærslu vinnuhópsins
  • Ef ekki næst samkomulag um útfærslu styttingar , styttist vinnuvikan um 65 mín. á viku (13 mín. á dag).
  • Laun eiga ekki að skerðast við styttingu vinnuvikunnar
  • Styttingin tók gildi 1. janúar 2021.

Á betrivinnutimi.is má finna ýmsar leiðbeiningar og fræðsluefni og algengustu spurningum sem upp koma við innleiðingu betri vinnutíma svarað.