Samtalið um styttri vinnuviku – endurhugsun á fyrirkomulagi vinnutímans

Með styttingu vinnuvikunnar og nýju vinnutímafyrirkomulagi hafa komið upp áskoranir um hvernig hægt sé að útfæra styttinguna þannig að hún gangi upp á hverjum vinnustað og án skerðingar á þjónustu.

Nýtt vinnufyrirkomulag byggir á samtali stjórnenda og starfsmanna og gegna trúnaðarmenn og stéttarfélög lykilhlutverki.

Á námskeiðinu er fjallað um hugmyndafræði hönnunarhugsunar (Design thinking) við endurhugsun á fyrirkomulagi vinnunnar. Lögð er áhersla á að hvernig hugmyndafræðin styður við endurskipulagningu vinnutímans, mikilvægi þess að þora að prófa og hvetur til endurskoðunar á því hvernig við vinnum og af hverju við gerum hlutina á ákveðinn hátt og leita nýrra leiða.

Þátttakendur fá eintak af bókinni „STYTTRI“ eftir Dr. Alex S. Pang, framtíðarfræðing.

Leiðbeinandi er Sara Lind Guðbergsdóttir, lögfræðingur og þýðandi bókarinnar. Hún er lögfræðingur hjá KMR/FJR og starfar sem sérfræðingur hjá Ríkiskaupum.

Kennt: 14. september 2021 kl. 9.00-12.00

Kennsla fer fram í Guðrúnartúni 1

Verð: 22.000 kr.

Námskeiðið er kennt á íslensku og err öllum opin. Trúnaðarmenn geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Félagsmenn geta sótt um einstaklingsstyrk vegna námskeiðanna í fræðslusjóðum Eflingar.

Skráningu og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.felagsmalaskoli.is

Námskeið á dagskrá