Trúnaðarmannanámskeið Eflingar

Trúnaðarmannafræðsla

Trúnaðarmannafræðsla Eflingar er símenntun sem trúnaðarmenn sinna út allan sinn skipunartíma. Námskeið eru haldin á dagvinnutíma einn dag í mánuði haust og vor, eða samtals í níu skipti (september-maí). Ætlast er til að allir trúnaðarmenn sæki þessi mánaðarlegu heilsdags-námskeið allan sinn skipunartíma. Hugað er til jafns að fræðsluþörfum nýskipaðra trúnaðarmanna og símenntun reynslumeiri trúnaðarmanna.

Dagsetningar trúnaðarmannanámskeiða starfsárið 2022-2023 eru eftirtaldar:

Vinnuréttindi eru stór hluti af inntaki trúnaðarmannafræðslu. Vegna komandi kjaraviðræðna verður einnig lögð áhersla á kjarabaráttu, sögu hennar og aðferðir.

Minnt er á að laun trúnaðarmanna eiga ekki að skerðast vegna námskeiðasetu og er það réttur allra trúnaðarmanna Eflingar að sækja trúnaðarmannanámskeið á vinnutíma. Trúnaðarmenn þurfa heldur ekki að vinna kvöldvakt þann dag sem þeir hafa setið trúnaðarmannanámskeið. Starfsfólk skrifstofu Eflingar er reiðubúið að aðstoða í samskiptum við atvinnurekendur ef það þarf að minna á þessi réttindi.

Námskeiðin fara fram  í Félagsheimili Eflingar á 4. hæð í Guðrúnartúni 1. Á hverju námskeiði er boðið upp á hressingu og heitan hádegisverð.

Námskeiðin eru trúnaðarmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.

Notast er við þýðingar og túlkun til að gera allt námsefni aðgengilegt á bæði íslensku og ensku.

Allar upplýsingar um skipulag námskeiða má nálgast með því að senda erindi á netfangið felagsmal@efling.is eða með því að hringja á skrifstofuna í síma 510-7500.

Skráning á trúnaðarmannanámskeið starfsárið 2022-2023

Allir trúnaðarmann eru sjálfkrafa skráðir á námskeiðin. Óskað er að þeir staðfesti komu með því að fylla út eyðublað sem er inni á síðu hvers námskeiðs (sjá tengla á dagsetningum námskeiðanna).

Námskeið á dagskrá

Trúnaðarmannanámskeið

— Atburður liðinn

15.03.2023, 8:30-16:00 Staðfesta komu á trúnaðarmannanámskeið 15.03.2023

15. mar arrow_forward

Trúnaðarmannanámskeið

— Atburður liðinn

08.02.2023, 8:30-16:00

8. feb arrow_forward

Trúnaðarmannanámskeið

— Atburður liðinn

11.01.2023, 08:30-16:00 Staðfesting á komu á trúnaðarmannanámskeið 11. janúar 2023

11. jan arrow_forward

Trúnaðarmannanámskeið

— Atburður liðinn

14.12.2022, 08:30-16:00 Staðfesting á komu á trúnaðarmannanámskeið 14. desember 2022

14. des arrow_forward

Trúnaðarmannanámskeið

— Atburður liðinn

16.11.2022, 08:30-16:00 Trúnaðarmannanámskeið 16.11.22: Staðfesting á komu

16. nóv arrow_forward

Trúnaðarmannanámskeið

— Atburður liðinn

19.10.2022, 08:30-16:00

19. okt arrow_forward

Trúnaðarmannanámskeið

— Atburður liðinn

21.09.2022, 08:30-16:00

21. sep arrow_forward