Trúnaðarmannanámskeið Eflingar

Trúnaðarmannafræðsla

Námskeið fyrir trúnaðarmenn Eflingar á opinberum og almennum vinnumarkaði eru kennd í fjórum hlutum. Á hverju námskeiði er boðið upp á morgun- og hádegisverð og síðasta daginn er haldin útskriftarhátíð með veitingum þar sem nemendur eru leystir út með gjöf og tekin er hópmynd.

Til að skrá sig á námskeið þurfa trúnaðarmenn að senda tölvupóst á efling@efling.is eða hringja í síma 510 7500.

Námskeiðin eru trúnaðarmönnum Eflingar að kostnaðarlausu.

Námskeiðin eru á íslensku með enskri túlkun.

Trúnaðarmannanámskeið – hluti 1
Trúnaðarmenn kynnast starfsemi stéttarfélagsins, svo sem launakröfugerð, vinnustaðaheimsóknum, skipulagi félagsins og starfsmönnum þess. Farið er vel í túlkun kjarasamninga, réttindi í sjóðum Eflingar, undirstöðuatriði í samtalstækni, lestur launaseðla og launaútreikninga.

Dagsetningar: 18. til 20. október 2022 og 9. til 11. maí 2023

Trúnaðarmannanámskeið – hluti 2
Fjallað er um hvernig hægt er að virkja samstarfsfólk og auka samtakamátt starfsfólks á vinnustað. Hlutverk Eflingar og ASÍ eru í brennidepli auk samskipta á vinnustað og vinnuréttar. Farið verður sérstaklega yfir lög um fæðingar- og foreldraorlof, atvinnuleysistryggingar, hópuppsagnir og hvað gerist þegar fyrirtæki verða gjaldþrota.

Dagsetningar: 20. – 22. september 2022

Trúnaðarmannanámskeið – hluti 3
Nemendur kynnast grunnatriðum Vinnueftirlitsins, störfum þess, lögum og reglugerðum um vinnuvernd ásamt kjarasamningsákvæðum. Nemendur fá fræðslu um hvað felist í kynferðislegri áreitni og einelti og hvernig eigi að bregðast við slíkum brotum á vinnustað. Farið er í áhrif sjálfstrausts í samskiptum og lögð áhersla á að trúnaðarmenn læri að setja mörk. Í lokin eru öll helstu hugtök hagfræðinnar eins og kaupmáttur, vísitala, verðbólga og þensla hagkerfis útskýrð á mannamáli.

Dagsetningar: 14. til 16. febrúar 2023

Trúnaðarmannanámskeið – hluti 4
Farið er í grunnatriði samningagerðar, hvernig hún er notuð við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna. Nemendur fá þjálfun í framsögu og umræðum á vinnustaðafundum, fundarsköpum og frágangi fundargerða. Farið er yfir virkni lífeyrissjóðakerfisins sem er nytsamlegt fyrir þá trúnaðarmenn
sem vilja taka þátt í stjórnum lífeyrissjóða.

Dagsetningar: 15. til 17. nóvember 2022

Námskeið á dagskrá