Námskeiðin eru ætluð þeim sem aðstoða, annast um eða hlynna að sjúkum, fötluðum og öldruðum á einkaheimilum eða stofnunum. Einnig þeim sem aðstoða skjólstæðinga við innkaup, þrif og persónulega umhirðu. Þátttakendur þurfa að ljúka fyrra námskeiðinu til þess að halda áfram á því seinna. Meðal námsþátta eru aðstoð og umönnun, skyndihjálp, sjálfstyrking og samskipti, líkamsbeiting og fleira. Fagnámskeiðin eru undanfari að námi í félagsliðabrú. Námskeiðin eru ætluð félagsmönnum Eflingar sem starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Kennsla fer fram hjá Mími, Höfðabakka 9.
Skráning er hjá Eflingu-stéttarfélagi í síma 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is. Námskeiðin eru kennd á íslensku og eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Hildur Rós Guðnadóttir:
„Að fara í svona nám gerir manni gott á svo margan hátt. Það heldur manni við efnið og eykur skilning manns á starfinu og skjólstæðingum. Í náminu fær maður meiri þekkingu, bætir sig í starfi og fær svo líka smá launahækkun. Ég hvet alla trúnaðarmenn til að hvetja samstarfsfólk sitt til að taka þetta námskeið.“

Gitana Ambrazunaite:
„Mér fannst allt áhugavert við þetta nám. Þar sem ég kem frá öðru landi fannst mér gaman og mjög gagnlegt að læra um það hvernig við nálgumst ýmsa hluti sem varða umönnun hér á Íslandi. Það er oft ólíkt því hvernig við nálgumst hlutina í landinu sem ég kem frá. Þetta er ólík menning með ólíkar nálganir í mannlegum samskiptum, sem er nauðsynlegt að vera meðvitaður um þegar maður er að vinna við umönnun viðkvæmra hópa.“