Samráðsfundur Eflingar með borgarstarfsmönnum

28. 02, 2020

Samningaviðræður Eflingar við borgina hafa enn engan árangur borið. Efling býður félagsfólki sem vinnur hjá Reykjavíkurborg til fundar þar sem afstaða samninganefndar verður útskýrð og félagsmönnum gefinn kostur á að ræða saman og við samninganefnd.

  • Gamla bíó – Ingólfsstræti 2a, 101 Reykjavík – þriðjudaginn 3. mars kl. 13.00-15.00

Ávarp– Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, flytur ávarp.Rétturinn til virðingar – rétturinn til baráttu– Drífa Snædal, forseti ASÍ, fjallar fjallar um mikilvægi verkfallsvopnsins í baráttu fyrir betri kjörum.Hvar stöndum við nú?– Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, fjallar um stöðuna í samningaviðræðum Eflingar og Reykjavíkurborg og næstu skref.Umræður– Fundargestum gefinn kostur á að afla upplýsinga og varpa fram spurningum til samninganefndar Eflingar, formanns og framkvæmdastjóra.