Ótímabundið verkfall Eflingarfélaga innan Sambands íslenskra sveitafélaga hafið

„Verkföll eru hafin og þau munu standa þangað til að okkur verður boðið eitthvað sem okkur finnst ásættanlegt“ sagði Sólveig Anna á upplýsingafundi félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar við upphaf verkfallsaðgerða á hádegi í dag. Um 50 félagsmenn komu saman í safnaðarheimili Digraneskirkju þar sem Sólveig Anna formaður Eflingar og Ragnar Ólason sögðu frá gangi mála í viðræðunum bæði við SÍS og Reykjavíkurborg og félagmenn fengu tækifæri til að fá svör við sínum spurningum og hugleiðingum.Rúmlega 270 félagar í Eflingu í störfum hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Flestir starfa við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ.Það er óhætt að segja að baráttuhugur hafi verið í fólki og samstaðan algjör, enda voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 87% félagsmanna. Þó svo að samningurinn við SÍS er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli er fólk meðvitað um að baráttan sem háð hefur verið við Reykjavíkurborg að undanförnu er jafnframt barátta Eflingarfélaga innan SÍS