Rafræn þjónusta í ljósi breyttra aðstæðna vegna Covid-19

16. 03, 2020
  • Móttöku skrifstofu Eflingar verður lokað frá og með mánudeginum 16. mars en hægt verður að panta tíma vegna erinda sem nauðsynlega krefjast komu á skrifstofuna.
  • Þjónusta í gegnum síma og tölvupóst verður með sama hætti og vanalega á opnunartíma skrifstofu.
  • Frekari upplýsingar um rafrænan farveg erinda er hægt að nálgast hér

Skrifstofan Eflingar – stéttarfélags er skuldbundin til að sinna þjónustu- og stuðningshlutverki gagnvart félagsmönnum sínum. Skrifstofan gerir allt sem í hennar valdi stendur til að rækja það hlutverk þrátt fyrir Covid-19 faraldurinn.Félagsmenn munu áfram sækja um í sjóði eins og þeir eiga rétt á, sér í lagi sjúkrasjóð, og fyrirséð er að efnahagssamdráttur muni leiða til uppsagna á næstu dögum og vikum. Skrifstofan setur í forgang að veita félagsmönnum þjónustu og liðsinni þeim vegna sjóðsúthlutana og kjaramála.Smithætta, samkomubann og önnur tilmæli hins opinbera valda því hins vegar að skrifstofan þarf að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Mikilvægt er minnka líkur á að starfsfólk fái smit og/eða lendi í sóttkví, því án starfsfólks getur skrifstofan ekki veitt félögum þjónustu.Stefnt er að því að halda úti hefðbundinni þjónustu á auglýstum opnunartíma á meðan á faraldrinum stendur en þó þannig að komur á skrifstofuna verði verulega takmarkaðar.Komur á skrifstofuna munu frá og með 16. mars krefjast tímapöntunar. Viðtalstímum verður aðeins úhlutað í tilvikum þar sem ekki er hægt að veita þjónustu í gegnum síma eða tölvpóst. Viðtöl munu fara fram í húsakynnum Eflingar á fjórðu hæð þar sem komið hefur verið upp sérútbúnu rými til samskipta í samræmi við viðmið stjórnvalda. Ekki verður opið fyrir komur á skrifstofuna fyrir aðra en þá sem eiga pantaðan tíma.Tekið verður við tímapöntunum í gegnum síma og tölvupóst á opnunartíma skrifstofunnar. Allt verður gert til að biðtími eftir afgreiðslu með þessum boðleiðum verði sem stystur og bætt í mönnun við svörun erinda.Efling þakkar félagsmönnum fyrir skilning á breyttri þjónustu í ljósi Covid-19 faraldurins.