Dropinn – Samskiptafærni með Sirrý

25. 02, 2021

Efling býður félögum sínum upp á léttan og hagnýtan fyrirlestur um samskiptafærni í Dropanum 4. mars kl. 10.00. Sirrý Arnardóttir heldur skemmtilegan fyrirlestur um hinar fjölmörgu leiðir til að efla sig í samskiptum við aðra og í framkomu.  Fjallað er um hvernig eigi að koma vel fyrir, efla sjálfstraust, stækka tengslanetið og njóta okkar betur með öðru fólki.Erindinu verður streymt á Facebook síðu Eflingar og verður upptakan aðgengileg þar áfram. Dropinn fer fram á íslensku með enskum texta.Dropinn er vikulegir fræðslufyrirlestrar fyrir félaga Eflingar og aðra áhugasaman. Viðburðirnir eru hugsað fyrir atvinnuleitendur og aðra sem eiga frí á fimmtudagsmorgnum kl. 10. Vegna ástandsins í samfélaginu verða viðburðirnir aðeins á netinu þar til skrifstofa Eflingar verður opnuð aftur.