Radíó Efling – Nýr þáttur

22. 06, 2021

Í nýjasta þætti Radíó Eflingar mættu Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalaginu, Þorbjörn Guðmundsson hjá Félagi eldri borgara og Stefán Ólafsson hjá Eflingu í Settið og ræddu nýútkomna skýrslu Stefáns um lífeyriskerfið. Samkvæmt skýrslunni eru skerðingar í íslenska lífeyriskerfinu með því hæsta sem gerist í heiminum. Á meðan lífeyriskerfið hefur vaxið hefur ríkið skert almannatryggingar svo mjög að fjöldi lífeyrisþega, eldri borgarar og öryrkjar, lifa undir framfærslu og undir lágmarkslaunum. Hvernig fer þetta með fólk, og hvað er til ráða?Þú getur nálgast þáttinn hér eða á þinni uppáhalds streymisveitu.